mánudagur, júlí 11, 2005

5 ára brúðkaupsafmæli í dag

stór áfangi fyrir okkur hjónin, lítill fyrir mannkynið, við gerum okkur grein fyrir því ;-)
En við erum búin að hafa það gott í dag, fórum niður í bæ og fengum okkur brunch og hugguleg heit. Sæti maðurinn minn keypti svo handa mér Georg Jenssen skart sem ég er búin að dáðst að allt allt of lengi.

Eftir að við vorum búin að sækja strákana fórum við niður á strönd enda um 28° hiti. Frekar huggulegt að flatmaga í sólinni og huggulegheitunum. Grilluðum síðan Magasín steikur um kvöldið og sötruðum rauðvín með. Gerist ekki betra !

Helgin var líka frábær, Einar Baldvin og co komu í mat á laugardaginn, sátum úti í sumarhita og sól. Á sunnudaginn drifum við okkur í jarðaberjatínslu, tíndum 4 1/2 kg af jarðaberjum á 20 mín. Um kvöldið fórum við svo í skemmtilegasta 2 ára afmæli sem ég hef komið í, en við sátum hjá Möggu og Óla úti í garði frá kl 17 til kl 23, ekki leiðinlegt ! Úff hvað við eigum eftir að sakna þeirra ! Svona er þetta í útlöndunum, fólk kemur og fer, flestir fara þó til Íslands þar sem við eigum þó tækifæri á að hitta það aftur.

Annars eru 4 dagar í litla barnið, getum varla beðið. Áður en við vitum af verðum við orðin 5, en það er frekar stór tala ;-) Jafn stór og árin sem við erum búin að vera gift og eins og Einar Kári er gamall !

Engin ummæli: