Gestirnir farnir í bili
ekki langt þó. Þau eru núna í bústað sem er ca 1 1/2 klst héðan. En það var ótrúlega gaman að fá þau í heimsókn og erum búin að panta þau í heimsókn sem oftast. Helst á hverju ári.
En við fórum niður í bæ í gær, sýndum þeim aðeins strikið og þær mæðgur Birgitta og Hafdís kíktu aðeins í H&M. Gummi fór auðvitað í pílagrímsferð í Bilka með Sigga og stóru strákana. Það keypti Siggi steikur sem þau hjónin grilluðu af þvílíkri snilld um kvöldið. Nammi, namm hvað maturinn var góður.
En núna erum við 4 1/2 í kotinu aftur en stefnum á að fara að hitta þau á morgun, gista kannski í flotta bústaðnum sem þau eru með að láni. Stefnan er svo tekin á Legoland á mánudaginn. Vonum bara að það verði gott verður ;-)
laugardagur, júní 11, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli