mánudagur, júlí 18, 2005

Jón er komin heim

og mamma hans náttl með honum. En við erum mjög fegin að vera komin heim til hinna karlanna okkar.

Við Gummi fórum upp á spítala kl 7.15 á föstudagsmorguninn 15 Júlí eftir að hafa skutlað strákunum í leikskólann. Leikskólinn þeirra opnar kl 06.30, sem betur fer, annars hefðu við verið í vondum málum.
Okkur Gumma var vísað inn á herbergi en spítalinn er rosalega flottur, öll herbergi eru einstaklingsherbergi með sjónvarpi og auka rúmi fyrir maka. Þvílíkur lúxus !
Eftir að það var búið að undirbúa mig fyrir aðgerðina, þá var okkur rúllað inn á aðgerðarherbergi, ég fékk mænudeyfingu og svo var hafist handa. Gummi var með mér allan tímann og mér fannst það frábært, þvílíkur munur. Kl 8:48 fæddist svo Jón Gauti Guðmundsson. Gummi fór með hann í hliðarherbergi þar sem hann var skoðaður og Gummi klippti naflastrenginn og svo var komið með hann til mín inn á aðgerðarherbergi. Þeir feðgar voru hjá mér allan tímann og við hjónin gátum spjallað og dáðst að nýjasta afkvæminu.
Eftir það var farið með mig á vöknun þar sem ég var til hádegis. Ég fékk strax morfíndripp en leið ekkert sérlega vel af því. Jón Gauti var 3270 gr og 55 cm s.s bæði léttari og lengri en bræður hans en það munar um að hann er fæddur eftir 38 vikna meðgöngu en bræður hans eftir 42 vikur +.
Það fór vel um okkur á spítalanum, ég var reyndar ekki alveg nógu vel verkjastillt en það kom ekki í ljós fyrr en á laugardaginn að ég er með ofnæmi fyrir morfíni og það gekk ílla að fá almennileg verkjalyf í staðinn fyrir það. En ég finn samt að ég er lengur að jafna mig núna en síðast en það er víst bara þannig.

Gummi var náttl súperpabbi með strákana, þeyttist með þá á rólóa og skemmtigarða hingað og þangað. Magga, Óli, Salka og Júlli voru dugleg að passa strákana þannig að Gummi kæmist í heimsókn til okkar. Það munaði öllu að fá smá tíma án stóru strákana, þó að yndislegir séu.

Mamma kemur svo kvöld og verður fram á fimmtudagsmorgun. Það verður fínt að fá extra hendur til að hjálpa til, ekki veitir af.

Engin ummæli: