laugardagur, október 22, 2005

Ísland farsælda frón

Er búið að vera dásamlegt. Það er búið að vera brjálað að gera, ekki stoppað nema í heimsóknum eða á fundum og þetta er æði allt saman. Við eigum svo æðislega fjölskyldu og vini að það hálfa væri helmingi meira en nóg.

Fyrstu dagana vorum við í Barmahlíðinni hjá foreldrunum, það var bara lovely, Einar Kári og kötturinn eru orðnir vinir og kötturinn leyfir honum að dröslast með sig út um allt. Mikil hamingja með það. Steini og Stella hafa svo hýst okkur í fína, nýja húsinu sínu. Það fer ekki ílla um okkur.

Við erum búin að ná að hitta flesta en alls ekki alla, en svona er þetta, það er mikill hraði og allt að gerast.
Í kvöld erum við svo að fara að hitta Århus gengið og fara í útskriftina hennar Hildar Eddu sys sem er að útskrifast sem B.a í stjórnmálafræði.
Á mánudaginn er svo haldið heim á leið, blendnar tilfinningar, en þetta er búið að vera gott frí.

Engin ummæli: