Allt gengur sinn vanagang
hérna á Flintó, ég bíð eftir bumbubúanum, Gummi vinnur á daginn og stússast í garðinum og ræktinni um helgar.
Strákarnir eru alsælir í leikskólanum og við sjáum þá varla þegar veðrið er gott, þá þjóta þeir út um leið og þeir koma heim. Það er nefnilega mjög spennandi umhverfi hérna, Einar er mjög upptekinn af því þessa dagana að safna skordýrum. Hann er mjög hrifin af sniglum og hann vill helst fara aðeins út að leita áður en hann fer í leikskólann. Svo geymir hann þá í fötu og gefur þeim að borða og drekka. Mjög spennó !
Siggi bróðir hans Gumma og fjölskyldan hans koma svo í heimsókn á fimmtudaginn og það er MIKIL tilhlökkun. Einar spyr á hverjum degi; kemur Ziggi frændi í kvöld ? (hann Einar er svoooooo skemmtilega smámæltur, hann slær öll met) Það verður örugglega mikil gleði og almenn ánægja.
Það eru komnar einhverjar myndir í nýja albúmið á síðunni, ég reyni að setja inn jafn óðum og þær eru teknar.
þriðjudagur, júní 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli