sunnudagur, júní 19, 2005

Blessuð blíðan

í veðrinu þessa dagana. Frekar ljúft og gott. Við skruppum eina nótt í bústaðinn til Sigga og Hafdísar. Það var mjög gaman að hitta þau, við erum sennilega búin að eyða meiri tíma með þeim þessa 10 daga sem þau hafa verið í Dk en nokkru sinni áður. Gaman að því, en það er einmitt það sem er svo lovely við að fá fólk í heimsókn. Það er svo mikill gæðatími sem maður fær.

Á laugardagsmorguninn brunuðum við til baka til Århus, kíktum á ströndina með Óla, Möggu og co. Það var svona líka æðislegt að við hjónin brunnum ! Alltaf pössum við strákana rosalega vel en klikkum svo á að bera á okkur sjálf, furðulegt. Seinnipart dags vorum við í garðinum í huggulegheitum en Karen og Grétar komu í grill og pókerspil. Pókerinn er alveg að koma hjá okkur hjónum og ég held svei mér þá að Gummi hafi rústað keppninni ;-)

Sunnudagurinn er búin að vera huggu og garðdagur. Það er allt að gerast í garðinum og við erum alveg að reyna að skora hátt hjá nágrönnunum, Gummi er alltaf að breyta bæta, fríkka og fegra. Ekki veitir af, púff. Í kvöld er svo stelpuvideokvöld hjá okkur Karen en Grétar og Gummi eru að fara á kallabíó.

Engin ummæli: