Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu.
Jólin eru liðin og við erum hálf grá og guggin eftir ofát og huggulegheit. Það er erfitt að snúa sér að verkefnum hversdagsins.
En við erum rosalega ánægð með allar gjafirnar fínu sem við fengum. Við fengum aðallega bækur sem er nú ekki leiðinlegt hérna í útlandinu þar sem ekki er hægt að kaupa íslenskar bækur. Benedikt búálfur og drekasögurnar eru alveg að slá í gegn.
Það voru líka slegin persónuleg met í matreiðslu, það tókst að elda kalkún á aðfangadagskvöld og brúna kartöflur á nýársdag. Eitthvað sem við erum búin að stefna á lengi. Ótrúlega villt hjón :-)
Einar Kári er byrjaður á nýja leikskólanum eða sama leikskóla og Guðni er á. Þeir eru rosalega ángæðir þar. Fyrsta daginn hans Einars ætlaði ég að sækja hann um hádegisleitið, ekki láta hann vera of lengi fyrsta daginn. Nei, þá neitaði hann að koma með mér heim, þannig að það hefur ekki verið nein aðlögun. Rosalega fínt hvað hann er ánægður, þá erum við öll svo mikið ánægðari.
miðvikudagur, janúar 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli