fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Jón fór í fyrstu læknisskoðunina sína síðan hann fæddist. Hann er s.s orðin 4150 gr og 58 cm, álíka þungur og Guðni við fæðingu en töluvert lengri. Lækninum leist vel á hann og var ánægður með þetta allt saman.

Lífið gengur annars sinn vanagang, Guðni á reyndar svolítið erfitt þessa dagana. Honum gengur eitthvað ílla að finna sér stöðu innan fjölskyldunnar. Hann er ekki lítill lengur en heldur ekki stór. Hann er lítill í sér og það er stutt í grátinn. Það er sérstaklega á morgnana og þegar Einar fer í talskólann, þá er hann alveg ómögulegur. Litla skinnið, en það verður fínt að fara í frí núna.

Svo er það Pólland á aðfarar nótt sunnudagsins, við ætlum að keyra og búumst við því að það taka um 8 klst með nokkrum stoppum. Við erum orðin ægilega spennt en við verðum hérna . Mikið grín, mikið gaman.

Einar er búin að eignast ALLRA besta vin í leikskólanum, en hann heitir Mads. Hann fór með honum heim að leika um daginn. Það var mikið stuð. En þeir eru miklir félagar og það sem þeim þykir skemmtilegast er að kyssa stelpur og eiga kærustur !!!!! Ég meina það !

Engin ummæli: