sunnudagur, apríl 24, 2005

Undur og stórmerki

Hafa gerst hérna á Flintebakken, Einar er farinn að hjóla án hjálpardekkja. Stórt skref fyrir manninn, lítið fyrir mannkynið ;-)

Annars er helgin búin að vera tíðindalítil, við fórum reyndar í mat til Pálmars og Maríu á föstudaginn en það var frídagur hérna í danmörku. Mjög huggulegt. Gummi fór síðan í smíðaklúbb um kvöldið þar sem liðsmenn Heklu fótboltafélagsins komu saman og spiluðu póker !

Við erum búin að finna ansi sniðugan barnaveitingastað niður í bæ, en þar geta krakkarnir leikið sér í rosalega flottu leiklandi. Það er meira að segja góður matur þar, ekki svona sveitt eins og er oft á þessum stöðum. Bara snilld.

Núna erum við að fara til Einars Baldvins en þar er fólk að fara að monta sig af nýju tækjunum sínum. Eða Einar er að fara að sýna okkur mótorhjólið sitt og við honum nýja bílinn okkar. Sniðugt !

Engin ummæli: