föstudagur, október 28, 2005

Búin að vera nokkra daga heima og þetta er allt að koma, þvotturinn gubbast samt enn upp úr óhreinatauskörfunum en það er aðallega vegna þess að þvottavélin hefur verið eitthvað sloj *hóst*

En strákarnir eru komnir í leikskólann og ægilega ánægðir með það. Þeim fannst ÆÐI að vera komnir heim og voru kátir að fá að sofa í rúmunum sínum og leika með dótið. Okkur hinum fannst líka æði að vera komin heim, en ég þurfti að hella mér út í skilaverkefni fyrir skólann, nóg að gera að bæta mér upp heila viku.

Ég fór á fund með talþjálfanum hans Guðna en hann á að fara í talþjálfun 1x í viku. Það verður megináhersla á að kenna honum tákn með tali það verður spennandi. Fyrst verðum við með honum og svo leikskólakennarinn sem er aðallega með hann. Þetta er frábær þjónusta sem við erum að fá.

Mads vinur strákana kom heim með okkur í dag til að leika, en hann er stórvinur strákana. Svo eru Einar B og co að koma í mat, íslenskt lambalæri og annað huggulegt. Nammi namm.

Það eru komnar myndir frá Íslandsheimsókninni á vefinn, tékk it out .

Engin ummæli: