Guðni sterki og sundnámskeið !
Guðni er rosalega sterkur -að sögn Einars Kára sem er höfðinu hærri- en það voru stelpur að stríða þeim í leikskólanum og Guðni tók sig til og potaði í augun á þeim. Þær voru svo hræddar að þær hlupu og burtu. Guðni er hetjan hans Einars sem þorir aldrei að berja neinn nema hann ! Furðulegt ! Við foreldrarnir vorum að sjálfsögðu ekkert rosalega ánægð með framtak yngra eintaksins að pota í augu en eftir að hafa talað við starfsfólkið þá skilst okkur að stúlkurnar hafi átt þetta kannski örlítið skilið.
Einar Kári er byrjaður á sundnámskeiði sem er 1x í viku. Það heitir Plask og leg, en það er aðallega til að gera börnin örugg í vatni og æfa þau fyrir komandi sundæfingar. Mjög sniðugt ! En það sniðugasta er samt að þetta er hérna rétt hjá og við erum enga stund að labba þetta.
fimmtudagur, janúar 13, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli