Gummi er byrjaður í nýju vinnunni, mikil gleði með það. Reyndar er þessi bransi lítill og endalaust verið að stela starfsfólki þannig að allir hafa unnið með öllum einhvern tímann áður. Gaman að því, hehe. Í kjölfarið á nýju vinnu aukast aðeins Köben ferðirnar og það finnst mér stundum erfitt þó að ofurkona sé.
Í dag var fyrsti dagurinn hans Guðna á taleinstituttet en við mættum þangað í morgun Guðni, Gummi, Jón og ég. Í hópnum er líka strákur úr hverfinu sem heitir Tómas og mamma hans. Þetta er létt og skemmtilegt, við syngjum og dönsum, erum í leikjum og endum svo á að borða saman.
Fyndið annars með danir og brauðið þeirra, þetta er svoooo spes kúltur þetta með hvað maður borðar saman ofan á brauð og allt á að vera svo "lækkert" að það hálfa væri helmingur. Það var talað við mig á gamla leikskólnum hans Einars Kára og ég skömmuð fyrir að gefa honum bara hvítt brauð í nestispakkann. Fyrir utan það að brauðið væri hvítt þá var það "död kedeligt". Jáhá, mér finnst nefnilega heilhveiti brauð ekki vera það sama og franskbrauð, en það finnst dönum. Eina brauðið sem blivar er rúgbrauð og það finnst börnunum mínum vont, þeim finnst líka krúsidúllur og fínerí vont. Eða það tel ég mér trú um...........vinkonur mínar í mömmuklúbbnum standa á hverju kvöldi í um 30 mín til að smyrja ofan í hele famelien, því nennum við ekki þannig að aumingja börnin okkar verða að sætta sig við död kedeligt hvidt bröd med ost eller ködpåleg.
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli