Endalaus veikindi og volæði !
En Guðni er ennþá lasinn, greyið litla. Núna er hann kominn með hlaupabóluna. Frekar leiðinlegt. En hann er mikið slappari en Einar Kári varð, Einar svaf bara, en Guðni vælir út í eitt ! Humm ekki skemmtilegt til lengdar. En við erum fegin að hann beið ekki með að veikjast þangað til að við komum heim. Búhú það hefði orðið fúl að eyða viku heima í veikindum !
Það verða engar hlaupabólumyndir af Guðna, myndavélin er biluð ! Vonandi getum við blikkað mömmu og pabba til að fá þeirra myndavél lánaða þegar við förum heim til íslands. Ekki er hægt að fara og hafa ekki myndir af ykkur öllum. Nei hey það er sko ekki í boði !
miðvikudagur, febrúar 09, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli