mánudagur, desember 05, 2005

Heimsmeistarakeppni í piparkökubakstri var hérna á Flintó í gær. Einar Baldvin og co komu og máluðu á piparkökur með okkur. Það var ótrúlega gaman ! Við Einar Kári erum reyndar ekki mikið föndurfólk þannig að við gáfumst fljótt upp en hin voru alveg að gera meistarstykki. Það er nú meira hvað krökkum þykja piparkökur með glassúr góðar, ekki man ég eftir því að hafa þótt þetta svona gott. Reyndar segir mamma að hún hafi aldrei nennt að baka jólasmákökur afþví að okkur fannst þær ekkert góðar. Sennilega svolítið til í því ! Eini staðurinn þar sem mér finnast smákökur ÆÐI er hjá mömmu hennar Hafdísar vinkonu. Býst ekki við að fá að smakka þær í ár.

En framundan er maraþonvika í köben ferðum hjá Gumma, hann fór snemma í morgun kl 5 og kemur seint í kvöld. Annað eins verður á miðvikudaginn og svo julefrokost (sem mér þykir frat að vera ekki boðið í !) á föstudaginn yfir nótt. Púff eins gott að þetta verði ekki alltaf svona. Mér finnst ekki skemmtilegt að sitja ein kvöld eftir kvöld, buhu.

Annars er lítið að frétta, strákarnir hamingjusamir og við líka. Okkur hlakkar til jólanna og erum að velta fyrir okkur hvað við eigum að bralla fyrir utan að borða góðan mat. Okkur hlýtur að detta eitthvað í hug.

Engin ummæli: