sunnudagur, febrúar 06, 2005


Hérna eru þeir bræður að leika með lestina sem þeir fengu í jólagjöf frá okkur. Ægilega fínt !

Annars er það helst að frétta að það er búin að vera Festelavnshelgi. Við skruppum niður í bæ að kaupa afmælisgjöf því að okkur var boðið í afmæli til Örnu Rúnar -Þóru og Árnadóttur- systur hans Hjalta. Það mættu allir í grímubúningum og borðuðu kökur. Takk fyrir okkur ;-)

Á sunnudeginum héldum við okkur innan dyra og höfðum það huggulegt. Tókum aðeins til og þrifum svona fyrir íslandsferðina. Eftir hádegi var svo festelavnsfest hérna í götunni og það var rosalega mikið stuð. Það mættu fullt af krökkum og foreldrum. Það voru bollur og sleginn "kötturinn" úr tunnunni. Einar varð meira að segja Festelavnskóngur afþví að hann sló botninn úr tuninni. Hann fékk kórónu og fínerí. Því miður eru engar myndir til á heimilinu af þessum merkisviðburði þar sem BÁÐAR myndavélarnar eru bilaðar. Frekar fúlt. En ég þarf að drífa aðra þeirra í viðgerð þannig að við getum tekið myndir á íslandinu.

Vikan framundan er þéttskipuð að venju, ég er að fara í gang með stórt verkefni ásamt danskri skólasystur minni. Við ætlum að skoða leikskóla úti í Gellerup -aðal innflytjendahverfið- þar sem eru eingöngu börn af öðrum uppruna en dönskum. Það verður spennandi að fá að sjá og skoða hvernig "sérfræðingarnir" skipuleggja dagskrána.

Við vonum bara að allir haldi heilsu og geti mætt í leikskóla, skóla og vinnu. Það má nefnilega ekkert útaf bregða-frekar en venjulega- ef allt á að nást fyrir fríið.Posted by Hello

Engin ummæli: