þriðjudagur, september 27, 2005

Ég var klukkuð af Hildi sys og Laufey bekkjó. Hérna koma 5 tilgangslaus atriði um sjálfa mig.

#1 Ég er mikill morgunhani vakna alltaf á sama tíma 06:45 en er að samaskapi sofnuð um kl 22
Við hjónin erum ekki samstíga í þessu, en Gumma finnst ægilega gott að vaka lengi á kvöldin.

#2 Ég hef aldrei horft á sápuóperur s.s nágranna eða leiðarljós en ég er hinsvegar MJÖG hrifin af raunveruleika þáttum.

#3 Ég er búin að vera með blejubörn í 5 ár og það stefnir allt í 3 ár í viðbót, mér finnst við hjónin eiga fá einhverskonar verðlaun fyrir ;-)

#4 Ég er í króniskri megrun og það eru fáir kúrar sem ég hef ekki prófað með litlum árangri þó. Mér finnst svooooooooo gott að borða ;-)

#5 Ég hef verið í "viltu vinna milljón", komst í stólinn og klúðraði 3ju spurningu. Ég hef það mér til afsökunar að ég var með barn á brjósti og við það rýrnar heilinn. (Heilinn í mér er s.s búin að vera í stöðugri minnkun í 5 ár!!!!)

Ég klukka Beru frænku í Köben, en ég held bara svei mér þá að það sé búið að klukka alla í kringum mig.

Engin ummæli: