fimmtudagur, desember 15, 2005


Þetta er hann Gummi, hann er voðalega gleymin og utan við sig eins og flestir sem þekkja hann vita. En hann sló sjálfan sig út í gær og slökkti á frystikistunni........aftur. Síðast tók hann hana úr sambandi en núna slökkti hann á henni. Í kistunni var allskyns gúmmulaði og gotterí s.s 3 kg rostbeef, íslensk lambalæri, 6 kg af hakki og ómælt magn af kjúklingabringum.

Ég uppgvötvaði þetta þegar ég var að fara að elda, Gummi var á fundi niður í vinnu og það voru ekki hugguleg smsin sem ég sendi honum. Ég var MJÖG reið út í hann. Svo hringdi ég í ömmu og hún sagði mér bara að stinga í samband aftur, en hún gaf mér líka leyfi til að kalla hann idjót. Amma skilur mig nefnilega þegar kemur að mat og frystikistum :Þ Ég hringdi líka í Önnu Jónu sem vottaði mér samúð sína, veit ekki alveg hvort það var út af kjötinu eða út af Gumma. Hún er grænmetisæta þannig að það mætti segja mér að hún væri að samhryggjast mér að vera með Gumma og þó !

En ég er samt búin að jafna mig að mestu, vona bara að við deyjum ekki úr matareitrun þó að við höfum fryst allt kjötið aftur. Vonum bara það besta.

Engin ummæli: