Hreiðurgerð og brúðkaupsafmæli.
Hreiðurgerðin á fullu hjá okkur hjónunum, mér skilst að flestir fari að þrífa brjálað inni í skápum en ég þarf þess ekki. Er hvort eð er alltaf eitthvað að þrífa inni í skápum ;-) En ég versla eins og brjáluð kona, og þá meina ég brjáluð kona. Ég fer búð, úr búð í búð, alveg án þess að blása úr nös. Eins og mér finnst það yfirnátturulega leiðinlegt flesta daga, en núna er einhver kraftur sem rekur mig áfram. Það sem ég hef komið heim með er; ný garðhúsgögn, ný borðstofuhúsgögn, myndarammar, hirslur fyrir barnaföt og margt margt annað.
Þetta er auðvitað allt keypt á mega tilboði og ég lét mig meira að segja hafa það að fara á opnunardaginn á risaopnun á stórri byggingarvöruverslun bara til að kaupa garðhúsgöng á 1000 dkr. Burðaðist meira að segja með þau ein út úr búðinni inn í bíl. Það þarf vart að taka fram að það sem eftir var dags lá ég í bælinu, gersamlega búin á því !
Borðstofusettið fengum við á 1500 dkr, borð og 4 stóla. Það var svona skyndiákvörðun, fórum út í búð að kaupa eitthvað allt, allt annað en komum heim með borðstofusett. Gaman að því !
Gummi stendur sig eins og hetja i að setja saman, hengja upp, bora, bera, henda og snúast í kringum mig. Segir ekki orð þessi elska þó að hann komi heim þreyttur úr vinnunni og ég með svona að meðaltali 3 verkefni sem EKKI mega bíða. En ég passa nú líka upp á að hafa alltaf kaldan bjór í ískápnum. Ekki annað hægt í 25° hita !
Næstu helgi er svo 5 ára brúðkaupsafmæli hjá okkur, Magga og Óli vinir okkar buðum strákunum í næturgistingu. Við notuðum tækifærið og fórum út að borða og í bíó. Rosalega gaman að fá smá hjónatíma.
sunnudagur, júlí 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli