Afmælisbarn dagsins er Guðni Þór en hann varð 4 ára í dag. Hann er búin að spyrja á hverjum morgni í þessari viku hvort hann sé orðin 4 ára, það var mikil sorg í hvert skipti sem ég varð að segja nei. Buhu.
En venjan á þessu heimili er sú að við bökum pönnukökur á afmælum og svo má borða eins mikið af þeim og maður getur í sig látið. Einari Kára finnst það ÆÐI ! Hann er nefnilega sælkeri eins og mamma sín.
Guðni fékk fullt af fínum gjöfum, m.a legokubba sem við sátum við í lengri tíma og byggðum ýmiskonar skemmtilega hluti. Oh sniðugt þetta legó eða það finnst okkur Gumma að minnsta kosti, við sátum sveitt með uppskriftarbók fyrir framan okkur og kepptumst við að skapa alskonar hluti. Strákarnir voru meira í því að láta ímyndunaraflið njóta sín, ekki við, nei rétt skal vera rétt. Múhahaha.
Svo fórum við á jólatrésskemmtun í fyrirtækinu hans Gumma, þangað kom jólasveininn með pakka fyrir öll börnin. Svaka stuð ;-) Það var þvílíkt magn af sælgæti og gosi í boði að við löbbuðum út með frekar tryllt börn, púff mæli ekki með því.
Á morgun kemur síðan deildinn hans Guðna í hádegismat, 25 stk börn og 5 fullorðnir, takk fyrir ! Það er búið að baka stóra súkkulaðiköku og svo verða pizzur og saftevand í boði. Lekkert smekkert held ég bara. Eða vonum það að minnsta kosti.
Takk fyrir allar kveðjurnar og gjafirnar. Vonandi hef ég þrek til að setja inn myndir á morgun ;-)
sunnudagur, nóvember 27, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli