Brjálað veður
hérna í Dene. Við hjónin létum það nú ekki aftra okkur í að skella okkur í ræktina. OK, reyndar brá okkur smá að sjá tré sem hafði rifnað upp með rótum. En hey ! hvað er það milli vina.
Eftir hádegi ákáðum við að kíkja í Idé möbler að skoða húsgöng sem við erum að spá í handa strákunum. Við vorum nú næstum því fokin öll um koll fyrir utan búðina þannig að við ákváðum að drífa okkur heim. Þegar heim var komið leiddist okkur svolítið, ég meina við þurfum ekki bæði að skemmta drengjunum. Þannig að við fengum þá snilldarhugmynd að mála litla herbergið og skipta um herbergi við strákana. Við höfðum nefnilega verið svo séð fyrir nokkrum mánuðum að kaupa málningu á tilboði og eins bæs til að bæsa loftið. Þannig að við erum búin að taka vaktaskipti á drengina, og skiptast á að mála.
Púff samt hvað ég nenni þessu ekki lengur !
laugardagur, janúar 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli