Svartur mánudagur
er fyrsti mánudagur eftir frí kallaður. En hérna fara allir í frí í viku 29 og 30 (er farin að telja í vikum eins og danirnir, tíhí). Leikskólar loka og í litla botnlanganum okkar vorum við bara 5 hús af 20 sem vorum heima þessar vikur. En s.s afleiðingar af þessu er að það koma allir í vinnuna á sama tíma og allir eru þunglyndir og stressaðir. Einar Baldvin frændi er vinnusálfræðingur og hann var ásamt nokkrum öðrum í sjónvarpinu í gær þar sem var verið að tala um hvað það er erfitt að fara í vinnuna eftir frí. Hann kom með nokkra góða punkta, en hann talaði m.a um að maður ætti aldrei að fara í vinnuna á mánudegi eftir frí. Helst ætti maður að byrja á fimmtudegi ! Þetta er það sniðugasta sem ég hef heyrt leeeeeeeengi, ætla að stefna fjölskyldunni í vinnu/leikskóla á fimmtudegi e næsta frí ;-) Ekki spurning.
En við erum þrátt fyrir svartan mánudag bara hress. Einar Kári var reyndar frekar lítill í sér á leikskólanum í gær, saknaði okkar Jóns Gauta. En hann jafnar sig á því, ég held reyndar að hann haldi að á meðan þeir stóru stákarnir séu í leikskólanum þá séum við Jón Gauti í brjáluðu partýi. Það er nú ekki beint þannig, við erum aðallega að hvíla okkur og sjá um heimilið ! En það getur s.s virkað spennandi þegar maður er 5 ára.
Svo er vona á ömmu Tótu, Soffu frænku, Helga manninum hennar og Árna strákunum þeirra á fimmtudaginn. Við erum svo heppin að amma T ætlar að gista hjá okkur, það verður frábært fyrir okkur öll ;-)
þriðjudagur, ágúst 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli