föstudagur, september 23, 2005

Það kom skemmtilegt bréf í póstinum í gær, en í því stóð í stuttu máli; we are glad to inform you that your name has been entered on the list of professional representatives before the European Patent Office". S.s Gummi er komin með lögfræðigráðuna sem er aðalmálið í bransanum í dag. Hann fær gráðuna út á svokallað "gamlingjareglu" en það eru fyrir þá sem hafa starfað í 5 ár við einkaleyfi í löndum sem ekki voru orðin aðildarríki. Ísland er s.s ný orðið aðildarríki og þessvegna fékk hann gráðuna. Allt saman mjög spennandi þó að ég hafi lítin skilning á þessu, mér skilst samt að þetta sé fyrir aðaltöffarana.

Næst best er samt það að Gummi er hættur að vinna á gamla staðnum og verður í 5 vikna fríi áður en hann byrjar á nýja staðnum að vinna. Það þýðir að við hjónakornin eigum eftir að sitja saman og læra alla daga. Fjúff hvað það verður mikið stuð á okkur ;-)

Veðrið leikur við okkur hérna í Århus, það er ennþá hægt að labba úti berfættur í sandölum og á peysunni. En það er hátt í 20° hiti á daginn. Lovely ;-)

Annars er lítið að frétta, helgin verður róleg að vanda. Stefnt að hausthreingerningu í garðinum og huggulegheit. Sennilega slæðist þó inn eins og 1 kaffiboð og matarboð, mér þykir það líklegt.

Góða helgi !

Engin ummæli: