mánudagur, september 12, 2005

Ömmur og afar eru kostagripir. Við erum heppin hérna á Flintebakken að við eigum svona plat svoleiðis fyrir strákana okkar. Einar Baldvin ömmubróðir þeirra og Heiðbrá konan hans eru alveg í ömmu og afa hlutverkinu. Það er æði, þau koma reglulega og fá strákana að láni, leyfa þeim að gista og gera margt skemmtilegt. Það sem er líka svo skemmtilegt við að vera hjá þeim er að þau eiga kisu, fugla og fiska. Stundum líka mýs ;-) Svo er náttl Baldvin sonur þeirra sem er 11 ára og algert idol strákana. Þeir dýrka hann og dá, hann á fullt af flottu dóti og nennir endalaust að leika við þá. Ekki leiðinlegt ! En strákarnir fóru s.s til þeirra á laugardaginn og komu aftur seinnipart sunnudagsins. Tímann notuðu foreldrarnir til að stússast og snúast í hlutum sem þurfti að gera. Svona eins og að þrífa bílinn e Póllandsferðina.

Skólinn hjá mér er kominn á fullt og ég er að taka 2 dönskuáfanga af kjörsviði. Ég er s.s að læra núna að verða dönskukennari. Ég er líka í einum áfanga sem heitir grunnskólinn og kennarastarfið, allt saman mjög spennandi.

Gummi er líka komin á námskeið í european patent eitthvað, en hann fer þá annan hvern miðvikudag til köben. Fer snemma og kemur seint, en hann er mjög ánægður með námskeiðið og hlakkar til að vita ótrúlega mikið meira um allskonar einkaleyfi ! Spennó !

Strákarnir eru á sundnámskeiði á miðvikudögum, þannig að annan hvern miðvikudag sæki ég þá "seint" eða kl 16:30 (þeir voru allra síðustu börnin um daginn) og fer með þá beint á sundnámskeiðið. Þar klæði ég þá í náttfötin og þegar við komum heim þá er eitthvað fyrirfram útbúið í boði. S.s grjónagrautur en það er uppáhaldið þeirra þessa dagana. Mér líður eins og súperkonu þessa daga þegar ég druslast með þá alla 3. So far so good.

Jón Gauti er mesta krúttið, hann er farinn að brosa eftir pöntun og hjala smá. Strákarnir eru alltaf jafn hrifnir af honum, og Guðni segir svona 50x á dag; söd baby, söd.

Einar kári er síðan að fara á koloní á miðvikudaginn, en það eru einskonar sumarbúðir fyrir leikskólakrakkana. Elstu krakkarnir fara og eru fram á föstudag. S.s 2 nætur í burtu frá okkur. Hann fékk tár í augun þegar við vorum að tala um þetta í morgun, hann er svo viðkvæmur þessi elska. En hann á eftir að plumma sig vel strákurinn og ég er ekkert viss um að hann eigi yfir höfuð eftir að hugsa til okkar það verður svo spennó allt sem er í boði á kolonien.

Engin ummæli: