sunnudagur, apríl 03, 2005

Nýr bíll og ný herbergi.

Er það helsta á dagskrá á heimilinu núna þessa dagana. En Gummi skrapp út í sveit og keypti þar nýjan bíl, Fiat Multiple en það er svona 6 manna bíl sem við rúmust öll vel í, meira að segja þegar litla barnið kemur ;-) Við erum alveg í skýjunum með þetta.

Gummi notaði svo tækifærið og fór aftur út í sveit, en í þetta sinn að sækja kojur sem við keyptum handa strákunum. Þannig að þeir fara í stóra herbergið uppi og við í litla. Ansi sniðugt ;-) Núna er Gummi einmitt að leggja lokahönd á undirbúningin, mála og svona. Þetta verður ægilega fínt. Þá fá strákarnir líka almennilegt pláss til að leika sér í. Þá hefur svolítið vantað almennilegt herbergi.

Svo enduðum við sunnudaginn á að fara út í hallargarð drottingarinnar með Loga og þeim bræðrum Aroni og Viðari. Foreldrar þeirra fylgdu reyndar líka með, en það var svaka stuð, grillaðar pulsur og svona. Á meðan var Gummi sveittur heima að gera fínt. En það er líka allt orðið svakalega fínt ;-)

Engin ummæli: