þriðjudagur, desember 27, 2005


Gleðilega hátið öll sömul, takk fyrir okkur öll. Við erum alveg í skýjunum með allar þær fínu, fínu gjafir sem við fengum. Þetta eru jólin sem við erum með 3 lítil börn, svolítið skrítið en jólin komu samt kl 18 þó að ekki væri búið að leggja á borð með jóladúk og sparistelli. Það er bara þannig, við höfðum í nóg að snúast við að baða, elda og taka til. Nú skil ég fólk sem borðar annars staðar en heima hjá sér á jólunum, þetta er hörkupúl. Ég var líka sofnuð kl 21:30 með strákunum á aðfangadag, algerlega búin á því. Gummi var hressari og vakti "örlítið" lengur.

Við erum búin að hafa það mjög gott, búin að gera vel við okkur í mat og drykk alla daga. Borðuðum kalkún á aðfangadag, fórum með hangikjöt til Einars Baldvins á jóladag og fengum svo góða vini í heimsókn í gær, annan í jólum.

Í dag fór svo Gummi að vinna, úff, erfitt að hafa hversdaginn svona fljótt eftir hátíðarnar. En strákarnir eru heima með okkur Jóni Gauta, leikskólinn lokaður og allir í fríi.

Svo er það bara Köben núna á miðvikudaginn, ætlum að vera í 2 nætur, kíkja í jólatívolíð og svona. Kósí, pósí.

Engin ummæli: