fimmtudagur, maí 12, 2005


Einar Kári sem er 5 ára í dag Posted by Hello

En þetta er ein af fyrstu myndunum sem teknar voru af prinsinum. Frekar ílla farinn eftir mikla áreynslu og svo að lokum bráðakeisara. En allt er gott sem endar vel ;-)

Í morgun fékk hann pakkana frá okkur, bróður sínum og ömmum+ öfum. Við gáfum þeim bræðrum fjarstýrða bíla, sem ég veit ekki alveg hvort þeir eða pabbi þeirra var spenntari fyrir. Guðni gaf bróður sínum kappakstursbraut en hann fékk bók og bol frá ömmu Tótu. Amma og afi í Barmó og Garðabæ gáfum honum stóra peninga. En hann ætlar að kaupa Harry Potter galla handa þeim bræðrum,sem hann sá í Legolandi. Rosalega flott.

Í kvöld koma svo EBB og fjölsk í mat. En á morgun kemur leikskólinn í partý. Svaka stuð !

Engin ummæli: