miðvikudagur, desember 21, 2005

Þetta er hann Jón Gauti 5 mánaða. Hann fór í 5 mánaða skoðun núna á mánudaginn en þá var hann 6,7 kg, 68 cm. Það þykir alveg eðal í þessum vaxtakúrfu bransa, meðalmaður á þyngd og lengd. Hann er ljúfur og kátur eins og fyrri daginn. Það helsta sem er nýtt að frétta af honum er að hann er kominn með tönn. Litla tönn í neðri góm vinstra megin. Svo er hann farinn að borða líka tvisvar á dag. Graut fyrir hádegi og kartöflur í kvöldmat. Hann er mjög ánægður með það að vera loksins byrjaður að fá að borða.

Af hinum strákunum er það helst að frétta að skórinn og jólasveininn hefur mikið aðdráttarafl. Einar ræsir þá bræður um kl 5 á morgnana alveg hress, við foreldrarnir erum ekki alveg jafn hress svona snemma.

Einar er að fara leika vitring í kirkjunni, en elstu krakkarnir í leikskólanum setja upp jólaguðspjallið í kirkjunni. Ekki vitfirðing eins og móðursystur hans léku einu sinni fyrir langa löngu. Það er önnur og lengri saga.

Engin ummæli: