föstudagur, ágúst 19, 2005

Við Einar Kári fórum í gær í Harry Potterskólann en Einar kallar talþjálfunarskólann sinn það. Við vorum þar í góða 2 klst og skemmtum okkur vel. Það var farið í hringdans og svo fengu krakkarnir að leika sér á meðan spjallað var við fullorðna fólkið. Okkur líst mjög vel á þetta og Einar K var spenntur að fara af stað í morgun þegar leigubílinn kom að sækja hann. Hann verður s.s sóttur af leigubíl 2x í viku á fim og föst kl 9 og skilað í leikskólann kl 13. Mjög spennó.

Eftir heimsóknina fórum við Jón Gauti í mæðragrúppu en hjúkrunarfræðingurinn sem kom heim í heimaþjónustu skipuleggur hópa af konum sem hittast með börnin sín reglulega. Þetta eru s.s konur sem eru allar fjölbyrur og eiga heima í hverfinu. Mér líst mjög vel á þetta allt saman og til að byrja með ætlum við að hittast 1x í viku 2-3 klst í senn.

Gummi talaði mig inná að kaupa "stóra sjónvarpsrása pakkann" og núna erum við komin með 40+ stöðvar. Svo dundar hann sér við að horfa á BBC og CNN eftir að ég er farin að sofa. Gaman að geta horft á flugslys nánast í beinni útsendingu ! En um daginn var verið að fjalla um Baugsmálið á BBC og Sigrún Davíðs var fréttaskýrandi. Litla Ísland er svo sannrlega komið á kortið. Það er t.d ekki ósjaldan sem danir brydda upp á kaupum Íslendinga sem eru búin að eiga sér stað s.l misseri. Það virðist almenn ánægja með þetta og "almenningur" tjáir sig um að danir eigi að prísa sig sæla yfir því að íslendingar hafi keypt fyrirtækin en ekki rússneskamafían. Mikið til í því.

Helgin verður annasöm að venju, við erum að fara á leikskólahátið á laugardaginn. Sameiginlegt hlaðborð og skemmtiatriði. Það ætla öll börnin og foreldrar þeirra að koma, ótrúlega góð mæting en það eru 60 börn og það ætla að mæta 125 fullorðnir. Vonandi helst sólin og hitinn sem loksins er kominn aftur.

Góða helgi !

Engin ummæli: