sunnudagur, nóvember 20, 2005

Hérna er kominn vetur, það er kalt *burr* og þegar það verður kalt í danmörku þá verður ógeðslega kalt. Ojbara og ullabjakk.

Við erum samt sæl og ánægð með lífið og tilveruna. Kíktum niður í bæ í gær, flestar verslanir eru búnar að skreyta og það var gaman að sjá alla jólasveinana og skrautið. Við fórum í nokkrar dótabúðir að kíkja á afmælisgjafir handa Guðna sem á afmæli núna þann 27 nóv. Við mæðginin vorum ekki alveg sammála um hvað hann ætti að óska sér í afmælisgjöf, en mér finnst þeir aðeins of ungir til að fá tölvuleiki og svoleiðis stóru strákadót. Sá tími mun nokk koma, en þangað til þá finnst mér pleymó vera alveg ideal. Strákarnir fengu nefnilega aur frá ömmum og öfum sem við getum keypt dót fyrir. Það þarf að skoða þetta aðeins nánar.

Þegar við vorum búin að kíkja í nokkrar búðir fórum við út að borða, um að gera að nota tímann á meðan Jón Gauti er til friðs. En hann svaf í vagninum sínum á meðan við gúffuðum í okkur alskyns góðgæti. Nammi, namm.

Núna er Gummi að baka pönnsur og við að fá gesti í kaffi. Góður endir á góðri helgi.

Engin ummæli: