Matur og matarvenjur
Við erum oft spurð að því hvort að við borðum séríslenskan mat, ég veit aldrei alveg hverju ég á að svara. Hvað er íslenskur matur ? Hangikjöt, ýsa, mörflot, fatkökur og gult cherrios er allt eitthvað sem er hluti af íslenskum mat sem ekki fæst hérna og við látum gesti koma með. OK kannski ekki mörflot og ýsu en annað "séríslenskt" er alltaf velþegið.
Við kaupum reyndar sjófrysta alveg rosalega góða ýsu af góðvini mínum hérna upp í Trige. Hún er örugglega kolólögleg, lönduð framhjá og læti. En bragðið af henni er gott og þá nenni ég ekki að pæla meira í því !
Við borðum heldur ekkert sérlega danskan mat, við erum ekkert spennt fyrir svínakjöti svona þannig séð. Annars hef ég alltaf haft voðalega litla hugmynd um hvað danir segja vera danskt nema smörrebröd og rifjasteik.
En ég fór s.s á foreldrafund í leikskólanum um daginn og það spunust umræður um mat og matmálstíma. Þá kom í ljós að rosalega margir eru með ködboller i karry 1x í viku, en það er eitthvað sem krakkarnir fá að velja. Við ákváðum að prófa þennan snilldarrétt, ekki get ég nú sagt að soðnar svínakjötsbollur séu hugguleg sjón og okkur leist ekkert á þetta á tímabili. En úr rættist og þetta var hin fínasti matur.
Fyndast var samt þegar Einar sá hvað var í boði þá sagði hann strax ; Hvar eru rúsinurnar ? Mamma hans Sune setur rúsinur út á svona kjötbollur. Þá hafði s.s mamma hans Sune komið og eldað þennan rétt á leikskólanum, krökkunum til mikillar gleði. Þá hafði Einar lært það að setja rúsínur út á. Jáhá !
þriðjudagur, júní 21, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli