mánudagur, apríl 18, 2005

Annasöm helgi

En eftir tiltekt í garðinum og grill um kvöldið í 18° hita og sól þá ákváðum við að skella okkur í Legoland á sunnudeginum eða a jú ja jey eins og Guðni kallar það !. Við vorum meira svo grand að smella okkur á árskort. Þannig að Legoland verður vel kannað hjá okkur í sumar. Stráknum finnst æði að fara þangað og úr því að við verðum heima í allt sumar þá er ágætt að hafa eitthvað að fara um helgar.

Í dag elduðum við svo í leikskóla strákana. Við elduðum íslenska kjötsúpu, reyndar með Nýsjálenskt lambakjöt, en hey, skiptir ekki málið. Súpan var æðislega góð og krakkarnir og starfsfólkið voru mett og sæl eftir matinn.
Einar hafði reyndar smá áhyggjur af þessu og leist ekkert svakalega vel á að hafa kjötsúpu í matinn. Hann sagði við mig rétt áður en við fórum af stað í morgun; "mamma, viltu ekki heldur baka pönnukökur, það þyir öllum krökkunum svooooooo gott, ég er ekkert svo viss um að þau borði súpu" Hann er skynsamur strákur hann Einsi, það er ekki hægt að segja annað ;-)

Engin ummæli: