sunnudagur, nóvember 13, 2005

Gummi á afmæli

á morgun. Við tókum smá forskot á sæluna og vorum með kósi kvöld í gærkvöldi. Ég og strákarnir gáfum honum Georg Jensen aðventukrans en hann var búin að langa rosalega lengi í svoleiðis *fliss* fínerí. Það fylgdi reyndar líka ægilega fín vekjaraklukka með adjustable projektor sem á að vera einhverskonar varpi. Klukkan virkar hinsvegar ekkert sérlega vel þannig að henni verður skipt. Jáhá.

Pabbi kíkti til okkar á miðvikudagskvöldið og var yfir nótt hérna á Flintó. Hann var að lesa upp í Horsens sem er hérna í 40 mín fjarlægð. Ég brunaði með Jón Gauta og Gummi var í köben en á leiðinni heim fór hann úr lestinni í Horsens og hitti mig þar. Upplesturinn var alger snilld, það var djassband með og það var hörkustemning og svaka stuð. Pabbi kom svo heim með okkur og gisti, daginn eftir skutluðum við strákarnir honum aftur til Horsens þar sem leið hans lá til Flesborgar og Kiel.
Það er svo gaman að fá gesti, það lyftir okkur öllum aðeins úr hversdeginum, bæti hressir kætir. Ég spurði Einar Kára hvort það hefði ekki verið gaman að fá afa í heimsókn í eina nótt, þá svaraði hann mér mjög alvarlegaur : það hefði verið enn skemmtilegra ef hann hefði verið 10 nætur hjá okkur. Ekki alveg í boði núna, en kannski næst.

Það eru nýjar myndir á síðunni okkar. Biðjum að heilsa í bili, best að snúa sér aftur að verkefnum dagsins.

Ranný vinkona okkar varð íslandsmeistari í fitness í gær, viljum við óska henni til hamingju með titilinn.

Engin ummæli: