mánudagur, maí 16, 2005


Månestue að syngja afmælissönginn

Það kom okkur á óvart hvað það var lítið mál að halda afmæli og bjóða 25 börnum í heimsókn. Enda fyrirmyndarbörn í alla staði. Það var rosalega gaman, mikil dagskrá og Gummi stóð sig eins og hetja í grillinu.
Við fórum svo niður í bæ í BR leikföng en Einar fékk stóra bréfpeninga í afmælisgjöf og hann keypt smá dót handa sér og Guðna.
Annars er hvítasunnuhelgin búin að vera ljúf og góð. Gott veður, sól og hiti, en það spillir nú aldrei fyrir.

Annars er Gummi búin að vera í tengingarveseni. En málið er það að við fórum loksins í Elkó Århusabúa og keyptum okkur eldavél, helluborð og viftu. Ægilega fínt og á ægilega góðum prís. Jæja eftir að hafa komið með fínheitin heim í hús og Gummi búin að henda gamla draslinu þá fór hann að tengja. Tengja, tengja, tengja, en málið er að Gummi kann ekkert að tengja, hann er nefnilega ekki rafvirkji, ólíkt Jónsa frænda sem hefur alltaf tengt fyrir okkur (og alla hina í fjölskyldunni) hingað til. Sem sagt enginn Jónsi þannig að það var hringt í bróður hans Einar Baldvin. (sem er reyndar heldur ekki rafvirki heldur sálfræðingur) En Einar B elskar vesen og honum finnst hann NÆSTUM því rafvirki afþví að pabbi hans og bróðir eru rafvirkjar. Einmitt ! Til að gera langa sögu stutta þá heyrðist hvellur í eldavélinni og síðan kom reykur og vond lykt. Þetta sló út öryggin og allt fór í klessu. Þannig að núna erum við bara með krosslagða fingur að eldavélin góða sé ekki ónýt og ÉG þarf að fara og reyna að skila henni á þriðjudaginn. Gummi er svo hryllilega heiðarlegur að hann myndi aldrei getað logið neinu, en ég sem t.d smygla alltaf geðveikt miklu er alltaf send í svona "díla við þjónustufulltrúann" ferðir. Það hjálpar mér nú líka að ég er KASólétt og erfitt að sjá ekki aumur á mér. Þannig að.........við vonum það besta ;-)

Annars viljum við óska Gumma og Hafdísi til hamingju með eins árs brúðkaupsafmælið sem var í gær. Hildur sys á líka stóran dag í dag en hún er 25 vetra í dag, hurra og til hamingju með það ! Posted by Hello

Engin ummæli: