Bara sól og blíða
hérna í Århus. Frúin fékk þá snilldarhugmynd að skella sér í Djurssommerland með fjölskylduna. Það var rosalega gaman, en er samt búin að skrifa minnismiða til mín um að fara ekki aftur komin 8mán+ á leið. Ekki út af neinu öðru en að þá má maður ekki fara í rússibana, en Gummi lét sig hafa það að fara með drengina og fékk svona agalegan höfuðverk. Æi hann er svo viðkvæmur þessi elska ;-)
En annars erum við bara í rólega gírnum, ég reyni að sækja strákana snemma. Ég er með eitthvað voðalegt samviskubit gagnvart þeim núna þessa dagana. Enda ætti sammari að vera mammari. Maður verður hálfpartinn áskrifandi af þessum fjanda, alltaf að spá í að maður geti nú gert hlutina örlítið betur en maður gerir. Furðulegt !!! En s.s út af þessum sammara þá erum við rosalega dugleg að fara á róló og svona eftir leikskóla. Bara gaman að því. Er búin að lesa svo mikið af slúðurblöðum að ég veit orðið allt um færeyjarferð kongliðsins. Geri aðrir betur !
fimmtudagur, júní 30, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli