sunnudagur, apríl 10, 2005

Erum orðin 5 í heimili

Eftir að marsvín að nafni Bangsi flutti inn til okkar. Marsvínið er s.s skírt í höfuðið á Bangsa kisu sem á heima í Barmahlíð, Einari fannst það eina nafnið sem kom til greina á gæludýr. Fínt nokk, mér skilst að það hafi virkað hingað til. Við erum líka svo mikið fyrir að skíra og heita í höfuðið á einhverjum, tíhí.
En Bangsi er 7 vikna marsvín og hann er ægilegt krútt, hann skalf reyndar af hræðslu fyrstu dagana og leist held ég ekkert á okkur -eða strákana-, en ég held að hann sé að taka okkur í sátt svona smá saman ;-)

Við vorum með heljarinnar grill í gær, 8 fullorðnir og 5 börn. Svakastuð, gestirnir voru lengi og skemmtu sér vel -held ég- Gumma tókst að brjóta stól og svona, þannig að ég held að þetta hafi bara verið vellukkað.

Guðni er allur að koma til, og er farinn að kúka í WC, ok það gerðist 1x en það er þó í áttina. Þannig að nú er staðan 2-1, hann er komin með hár, farinn að nota wc en ekki farinn að tala ennþá. Jú jú hann er farinn að tala fullt, en hann á samt langt í land. Vonum bara það besta með hækkandi sól og allt það.

Engin ummæli: