miðvikudagur, febrúar 02, 2005


Einar Sundkappi á sundnámskeiði. Rosalega flottur !
Við löbbum alltaf út í sundlaug en það er sama leiðin og við löbbum í leikskólann. Um daginn var ég að labba með þeim í leikskólann og Guðni var með læti -aldrei þessu vant (NOT)- Einar hastaði á hann og sagði ;"Guðni hættu þessum látum, barnið sem mamma er með í maganum fær verk haus". Þvílíkt krútt, það þarf kannski ekki að láta þess getið að Guðni hlýddi ekkert og hélt áfram að vera með læti !

Ég er kominn á fullt í næsta verkefni í skólanum og er þvílíkt spennt. Það er einmitt verið að fjalla um aðaláhugamál mitt og það sem ég er að skrifa um í B.ed ritgerðinni minni. Þannig að ég er liggur við með tárin í augunum mér finnst þetta svo mikið æði.

Það er alltaf brjálað að gera í vinnunni hjá Gumma og við erum orðin spennt að komast heim á litla skerið að hitta ykkur öll. KNÚS ;-)Posted by Hello

Engin ummæli: