sunnudagur, apríl 11, 2004

Páskaegg
Namm namm namm. Krakkarnir eru búin að borða páskaegg eins og ég veit ekki hvað í morgun. Þau fengu meira að segja egg án þess að borða morgunmat !!!! En smá súkkulaði í morgunmat 1x á ári skaðar varla neinn :-) Við erum búin að hafa það huggulegt með gestunum okkar, það er búin að vera brakandi sól og blíða, þver öfugt við það sem búið var að spá. En það er búið að vera algjör bónus, og auðveldar töluvert lífið þegar það eru 4 börn 5 ára og yngri.
Í dag fara svo gestirnir til síns heima, og við erum að fara í danskan frokost til Einars Baldvins. Svo er það bara slökun og verkefni á morgun.

Engin ummæli: