laugardagur, apríl 03, 2004

Lambakjöt á diskinn minn !
hver man eftir þeim auglýsingum. Bjakk þoli ekki þessar landbúnaðarauglýsingar á Íslandi, sleppa því að auglýsa og nota peninginn til þess að lækka kjötið þannig að fólk geti keypt sér ! OG þá er þjóðfélagsádeilu minni lokið í bili ;-)
Við vorum nefnilega að borða íslenskt lambalæri og það var ýkt gott. Ekkert sjúklegt en gott. Þetta var samt bara smá svona afþví að þetta er íslenskt og allt það. Keypti það í okurbúllunni Fötex á 89 dkr. Ekki amalegt það.
Annars verður að segjast að Gummi fær átaksverðlaunin í dag. Hann er búin að vera svoooooooooo duglegur, setti upp snúrur úti og lista á borðstofuna. Það versta er að nú gerir hann örugglega ekkert næstu 2 mánuðina. Þetta var bara svona minor kast. Ég er hinsvegar búin að vera úti í garði að dunda mér, setja niður stjúpur og svona. Ég held að ég geti alveg sagt frá hjartarótum; mér finnst garðvinna ógeðslega leiðinleg. Næst ætla ég að kaupa mér íbúð í blokk ! -eða sko þegar við flytjum til íslands-

Engin ummæli: