sunnudagur, apríl 04, 2004

Myndó
húsmóðirin á Flintebakken 95 -og þá er ég ekki að tala um Gumma- hún er búin að baka 2 kökur. Eina bananaköku og eina Súkkulaðiköku. Ji og hún sem má ekki borða kolvetni, en fyrir þá sem ekki vita það þá eru svona kökur algjör kolvetnabomba ! Og hana nú. En þessar kökur bakaði ég ofaní gestina sem ætla að koma í kaffi, gaman gaman.
En ég fór líka út í búð og keypti svona web-cam þannig að nú getið þið séð mig þegar ég tala við ykkur á netinu. Ekki amalegt það. Græjan kostaði litlar 150 dkr í nettó sem er svona Bónus, fín búð. Og fyrst ég var komin út í búð þá keypti ég kassa af páskabjór -ekki ofan í mig, bjór = kolvetni *arg*- þannig að nú mega gestirnir koma.
Minnst á gesti ég var að tala við Stellu í Ástralíu og þau eru að koma að heimsækja okkur í Júlí, alla leið frá Ástralíu ! Humm góðir vinir þar á ferð. Jey ég hlakka svo til !

Engin ummæli: