þriðjudagur, apríl 13, 2004

Páskaskemmtun !
Gummi var spurður að því í vinnunni hvað við ætluðum að gera um páskana. Hann sagði að við værum að fá fullt af Íslendingum í heimsókn. Þá spurði yfirmaður hans hvað við ætluðum að gera. Gummi sagðist ekki alveg vera með það á hreinu en við fáum okkur sennilega nokkra öl og tölum ílla um dani ! Fólkið við matarborðið varð víst frekar vandræðalegt á svipinn og fór að tala um eitthvað annað ! Skrítið !

Engin ummæli: