mánudagur, apríl 05, 2004

Mánudagur til mæðu
er svo sannarlega búið að vera yfirskriftin á þessum degi. Hann er búin að vera langur og strangur. Hann byrjaði á því að við sváfum yfir okkur og þá fer yfirleitt allt í flækju. En við Einar fórum í leikskólann með nesti alveg ákveðin í því að borða hádegismat. Við mættum um 9 leytið en það voru eiginlega engin börn, allir í fríi. Ég ákvað að skreppa aðeins frá (í 50 mín) og leyfa Einari að vera einum smá stund. Þegar ég kom til baka þá var hann allur grátbolginn og þá hafði hann átt mjög erfitt. Hafði bara klætt sig í úlpuna og vildi ekki vera þarna lengur. Eftir að ég kom hékk hann í mér þannig að ég sá engan tilgang í að vera þarna lengur. Þegar við komum heim finnst mér hann eitthvað svo slappur til augnanna, þá er greyið litla komin með hita og allt í volli. Elsku karlinn.
En ég er að reyna að klára síðasta verkefnið mitt á þessari önn og ég er alveg að mygla. Ég er búin með smá og ég á að skila því eftir páska.*arg*

Engin ummæli: