Leikskólinn
hans Einars er kannski ekki alveg eins og ég hefði viljað en........... ég talaði við leikskólastjórann í gær. Ég varð svolítið aum yfir þessu öllu. Mér finnst mjög erfitt að horfa upp á litla barnið mitt svona óöruggt. Leikskólastjórinn brást vel við óskum mínum og ég fæ fund með starfsfólkinu á deildinni hans og hinum leikskólakennurunum á morgun. Mér líst vel á það. Þær eru reyndar ennþá að stinga upp á að ég fari að tala dönsku við hann !!! ég er ekki alveg að kaupa það. En svona er þetta.
Veðrið er æðislegt núna, það er búið að spá 16° hita á laugardaginn. Ekki slæmt það, ég held bara svei mér þá að sumarið sé komið ! Nammi namm.
miðvikudagur, apríl 14, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli