laugardagur, apríl 17, 2004

Matartíminn í leikskólanum
hans Einars fannst mér algjört met. Það er gaman að sjá hvað krakkar læra mikið í leikskóla. Ég geri mér ekki alltaf grein fyrir því hvað þau læra mikið af matarmenningu þjóða með því að borða í leikskólanum. Á fimmtudaginn í leikskólanum hjá Einari var pastaréttur og smörrebröd. Smörrebrödet var með makríl, lifrarkæfu, einhverskonar pylsum með steiktum lauk, eggjum og tómötum og svo rostbeef. Það voru 4 helmingar af rúgbrauði á mann. Á borðinu stóð svo majónes og remúlaði í skálum. Mjög huggulegt. Þetta kunnu sko krakkarnir að meta -allir nema Einar K- og þau settu mikið af remúlaði og majónesi. Og það heyrðist nammi namm. Einar Kári er nebbl svolítið spes -hvaðan ætli hann hafi það- og vildi borða áleggið fyrst og síðan brauðið. Það fannst krökkunum mjög sérstakt og einn strákurinn sagði ; Nej Einar sådan spiser man ikke bröd í danmark, se man holder med begge hånder. Frekar krúttlegt.

Engin ummæli: