þriðjudagur, apríl 06, 2004

Krúttlegt
að hlusta á karlana mína hlægja upphátt að Tomma og Jenna sem eru núna í sjónvarpinu. Það glymur allt þeir hlægja svo hátt.
Ég sit hérna niðri og er að skrifa ritgerð, ég vorkenni sjálfri mér alveg óskaplega og dauðsé eftir að hafa farið í svona áhugavert fag sem er með svona hrikalega mikið lesefni. :-( Ég er búin að drekka svona 1000 kaffibolla í dag, uss ekki gott. En ég ætla nú samt að drusla mér í gegnum þetta svo að ég geti verið í fríi um Páskana. Vei !

Engin ummæli: