mánudagur, mars 01, 2004

Fyrsti í aðlögun
hjá Guðna var í dag. Þetta gekk svona ljómandi vel, við fórum öll saman fjölskyldan en Gummi fór nú fljótt í vinnuna. Aðlögunin er þannig að við megum koma og vera eins og við viljum og þetta veltur á því hvernig Guðni tekur þessu öllu. Einar Kári má koma með okkur þannig að það verður ekkert mál. Þeir voru alveg himinlifandi drengirnir með skólann. Guðni alveg fór hamförum í dótinu. Kraftmikill og duglegur. Svo fóru þeir bræður út að leika og ég brá mér afsíðis að spjalla við deildastjórann og leikskólakennarann hans. Þeim fannst allt í lagi að skilja Guðna eftir úti því að hann hafði jú stuðning af bróður sínum. Þegar ég kom út úr viðtalsherberginu þá var Einar Kári kominn inn. Þá hafði hann orðið svo hræddur að vera einn úti að hann varð að koma inn að leita að mér. Guðni var hinsvegar ennþá úti mjög svalur á þessu. Jáhá svona er lífið, það er ekkert alltaf sá yngri sem er aumari. Humm

Engin ummæli: