föstudagur, mars 12, 2004

Trall
er alveg nauðsynlegt þegar maður bloggar, ég hef séð ljósið. Enda held ég að ég verið mikið duglegri að blogga eftir að fá svona fín tröll frá ykkur öllum. Sætt.

En við erum hress og kát, ég fór og keypti video í Bilka í dag. Hitt dó, ég skil þetta ekki alveg þetta með tækin okkar sko fyrst bilaði ristavélin, svo örbylgjuofninn og svo videoíð. Á tímabili hélt ég að ryksugan hefði bilað. Ég meina hallllló. Hvað er málið ? Getur verið að þegar maður kaupir allt á útsölu og á tilboði að það lifi skemur en hitt. Humm. Svik og prettir. En það er mikil gleði á heimilinu eftir að vera komin með video aftur, þetta var bara eins og að missa Au-pairina. En við gerum bara eins aðrir sem hafa verið með Au-pair, fáum okkur bara aðra ! ;-P

Engin ummæli: