Sumarið er komið
allavegana svona opinberlega, það er komin sumartími og við töpuðum 1 klst í gær. Þannig að núna er 2ja tíma munur á Íslandi og Danmerku. Það er samt ekki að sjá úti að sumarið sé komið það er allt hálf hráslagalegt og grátt. Við erum líka öll meira eða minna með hor -huggulegt- þannig að það er fát sem minnir á sumarið !
Helgin var svolítið skrítin, svona inni-hanga-helgi en það gekk bara ágætlega. Fengum fína gesti á laugardagskvöldið og svona. Í gærkvöldi horfðum við hinsvegar á snilldarmynd sem heitir "I Kina spiser de hunde" þvílíkt meistarverk. Ég hef aldrei hlegið svona mikið af limlestingum og blóðslettum. Mæli með henni.
mánudagur, mars 29, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli