Alltaf að græða
við hérna á Flintebakken 95. Við Einar græddum alveg fullt. Fórum með mömmu niðri í bæ og hún keypti og keypti og keypti á okkur og handa okkur. Ekki slæmt það. Við fórum í dótabúð og mamma ætlaði að vera ægilega góð við Einar og leyfa honum að velja sér eitthvað. Hann var nú ekkert upprifinn en svona lét sig hafa það að velja tvo digimon stauka einhverja. Það krúttlegasta var samt að hann passaði sig vel að Guðni fengi líka alveg eins. Og allt sem við keyptum þá var hann alltaf að spyrja hvort að Guðni fengi ekki alveg eins ! Dúllan.
En við höfðum það svo hrikalega gott í dag, það var sól og blíða og yndislegt veður. Mamma er algjör töfrakona með þetta hún kemur alltaf með góða veðrið. Og svo fer hún á morgun *sniff* en skvísurnar koma í lunch þannig að það verður nú samt sem áður nóg að gera. Gaman gaman.
mánudagur, mars 15, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli