Er verið að tala um minn mann ?
Þegar karlmenn grilla !
Eina matreiðslan sem hinn "sanni" karlmaður tekur sér fyrir hendur er að
standa við grillið; í kvöldsólinni og með bjór í hendi. En þegar hann býðst
til að taka til starfa við grillið tekur við óhjákvæmileg röð atburða...
1. Konan fer í búðina.
2. Konan útbýr salatið og eftirréttinn.
3. Konan undirbýr kjötið fyrir hamskiptin, leggur það á disk með
nauðsynlegum útbúnaði og færir það manninum sem stendur hnarreistur við
grillið drekkandi bjór.
4. Maðurinn leggur kjötið á grillið.
5. Konan fer inn fyrir og leggur á borð og aðgætir meðlætið.
6. Konan fer út til að láta manninn vita að kjötið er að brenna.
7. Maðurinn grípur kjötið af grillinu og réttir konunni.
8. Konan leggur síðustu höndina á aðalréttinn og leggur hann á borðið.
9. Þegar allir hafa matast tekur hún af borðinu og þvær upp diskana.
10. Maðurinn spyr konuna hvort hún hafi ekki notið þess að fá "kærkomið
frí" frá matseldinni.
Og samkvæmt viðbrögðum konunnar leggur hann út frá þeirri viðteknu skoðun
karlmanna að ómögulegt sé að uppfylla væntingar sumra kvenna!
mánudagur, mars 29, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli