þriðjudagur, mars 09, 2004

Eðlisfræðitilraunir og aðrar raunir.
Guðni er sæll og ánægður í leikskólanum, vínkar mér bless keikur og hleypur til krakkana til að fara að leika. Hann lúllaði í leikskólanum í dag og það gekk bara vel. Enginn peli og ekki neitt. Duglegur strákur.
Einar Kári er hérna heima með mér á daginn og hann er ótrúlega duglegur að dunda sér. Fara út að hjóla, út að kríta, klifra í garðinum og svona. Það hefur líka nokkuð verið um eðlisfræðitilraunir eins og;

# Setja cerrytómat inn í örbylgju, kveikja á örbylgjunni og sjá hvað gerist.
# Kveikja á lampa og setja hárið að perunni og finna hvernig það hitnar.
# Hella eplasafa í frystikistuna og sjá hvernig flygsunar hanga alveg ótrúlega lengi.
# Klifra upp í tré og henda dóti niður.
# Henda dóti upp í tré og athuga hvort það festist.

Eins og lesa má er hann sko sonur pabba síns. Mjög mikill spekulant. En ég held samt að hann sé með minnið mitt. Hann man allavegana allann fjandann.

En við erum annars hress og kát. Eða restin af fjölskyldunni er kát, ég er að skera niður kolvetni og mér finnst það skítt. Enginn sykur, ekkert pasta og lítið brauð. En þetta ku svínvirka. Ef ég ætla að láta sjá mig á stuttbuxum í sumar verður eitthvað að fara að gerast. Bið að heilsa.

Engin ummæli: